Samfelld sykurmæling

Samfelld sykurmæling mælir sykurinn allan sólarhringinn með litlum sykurnema sem liggur undir húðinni, gögnin uppfærast í Guardian appinu, eða í insúlíndælunni og MinMed Mobile appinu á 5 mínútna fresti . Mælingin kemur frá millifrumavökvanum sem er vökvinn á milli frumnanna í líkamanum.

Ef þú sérð ekki heildarmyndina þá getur verið erfitt að taka upplýstar ákvarðanir, það sama á við um sykurgildin þín.

Sykurnemagögnin sýna þér betur sveiflurnar og hvert sykurinn er að stefna hverju sinni.

Samkvæmt rannsóknum náðu 3x fleiri sykurnema notendur HbA1c gildum undir 7,5% eða 58 mmól/mól og 14,5% notenda náðu meiri tíma innan marka (3,9-10 mmól/L).

Þú getur nýtt þér samfellda sykurmælingu á mismunandi vegu, með insúlíndælu og á pennamðferð með einota eða fjölnota pennum.