Umhverfismál

Örugg endurvinnsla og eyðing notaðra vara er eitt mikilvægasta umhverfismál AZ Medica. Við leggjum áherslu á að lágmarka umhverfisáhrif og hvetjum alla okkar viðskiptavini til að meðhöndla og skila notuðum vörum með ábyrgum og réttum hætti.

Lítil/einnota lækningatæki með rafbúnaði

Flokkast sem smá raftæki. Dæmi um slík tæki eru blóðsykurmælar, sendar og nemar.
Athugið: Fjarlægið rafhlöður úr tækjum ef mögulegt er og flokkið þær sérstaklega.

Móttökustaðir: AZ Medica og endurvinnslustöðvar.

Einnota nálar (óvarðar nálar)

Skulu settar í lokuð ílát áður en þeim er skilað, öryggisins vegna.

Móttökustaðir: AZ Medica, apótek.

Innskotshylki (varðar nálar)

Ætti að safna saman og skila þar sem hylkin innihalda nál.

Athugið: Hylkin flokkast sér og skal aðskilja frá öðrum vörum s.s. óvörðum nálum og sendum.

Móttökustaðir: AZ Medica. Úti á landi má athuga með apótek og heilbrigðisstofnanir.

 

Insúlíndæla

Ef þú hættir að nota insúlíndælu, af hvaða ástæðu sem er, biðjum við þig um að skila henni til AZ Medica.

Lyf

Þótt AZ Medica selji ekki lyf, eru sumar vörur okkar notaðar í tengslum við lyfjagjöf. Við bendum á að flest apótek eru með lyfjaskilakassa þar sem hægt er að skila lyfjum og innstu umbúðum þeirra með öruggum og umhverfisvænum hætti.

 

Takk fyrir að leggja þitt af mörkum!